Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 03. júlí 2022 14:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Myndir: Formaðurinn hjálpaði til á æfingunni
Icelandair
Vanda er mætt til Þýskalands.
Vanda er mætt til Þýskalands.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mætti til Þýskalands í gær og var hún viðstödd æfingu liðsins í dag.

Stelpurnar okkar eru á fullu í undirbúningi fyrir Evrópumótið sem er framundan. Þar er okkar lið í riðli með Belgíu, Frakklandi og Ítalíu.

Liðið dvelur í Herzogenaurach, heimabæ Adidas og Puma, og æfir að mestu í Fürth sem er í um 15 mínútna aksturfjarlægð. Æfingasvæðið er mjög flott enda ekki við öðru að búast hjá félagi sem var með lið í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Vanda byrjaði æfinguna á því að horfa frá hliðarlínunni, en skömmu síðar var hún farin að hjálpa til. Hún, sem og aðrir starfsmenn KSÍ, sáu til þess að boltarnir fóru ekki of langt í burtu og hjálpaði Vanda við að koma þeim aftur í leik.

Meðfylgjandi eru myndir sem undirritaður tók á æfingunni í dag. Myndaveisla mun birtast í fyrramálið.
Athugasemdir
banner
banner
banner