þri 03. ágúst 2021 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólympíuleikarnir: Asensio fleytti Spánverjum í úrslitaleikinn
Asensio gerði sigurmarkið.
Asensio gerði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Japan 0 - 1 Spánn
0-1 Marco Asensio ('115)

Það eru Japan og Spánn sem munu leika til úrslita á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Það er ekki hægt að segja að undanúrslitin hafi verið veisla fyrir fótboltaaðdáendur.

Leikur Brasilíu og Mexíkó í morgun endaði með markalausu jafntefli. Brasilía vann svo í vítaspyrnukeppni. Leikur Japan og Spánar var fimm mínútum frá vítaspyrnukeppni, áður en Marco Asensio tók til sinna ráða.

Staðan var markalaus eftir 90 mínútur og uppbótartíma. Og í framlengingunni skoraði Asensio sigurmarkið með góðu skoti. Lokatölur 0-1 fyrir Spán sem mætir Brasilíu í úrslitaleiknum. Vonandi að sá leikur verði ekki eins leiðinlegur og undanúrslitaleikirnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner