Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   lau 03. ágúst 2024 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fullkrug yfirgefur herbúðir Dortmund - Á leið til West Ham
Mynd: Getty Images

Niclas Fullkrug, framherji Dortmund, hefur yfirgefið æfingabúðir Dortmund í Sviss. Hann fékk leyfi til þess svo hann geti haldið viðræðum við West Ham áfram.


Þessi 31 árs gamli framherji á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Dortmund en hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar fyrir 15 milljónir evra. Hann skoraði 15 mörk í 43 leikjum fyrir liðið á síðustu leiktíð.

Hann stóð sig vel með þýska landsliðinu á EM í sumar þar sem hann kom inn af bekknum. Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur hvatt hann til að ganga til liðs við enska liðið.

West Ham borgar rúmlega 30 milljónir evra fyrir þýska framherjann.


Athugasemdir
banner
banner
banner