Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 03. september 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Bókinni lokið" með landsliðinu eftir skipti til Sádi-Arabíu
Bergwijn fagnar marki með hollenska landsliðinu.
Bergwijn fagnar marki með hollenska landsliðinu.
Mynd: EPA
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, er svo sannarlega ekki ánægður með framherjann Steven Bergwijn.

Bergwijn, sem er 26 ára, gekk í gær í raðir Al-Ittihad í Sádi-Arabíu fyrir 26 milljónir evra.

Bergwijn var hluti af leikmannahópi Hollands á EM í sumar en hann kemur ekki til með að vera hluti af hópnum á næstunni út af þessum félagaskiptum.

„Steven Bergwijn er að fara 26 ára til Sádi-Arabíu. Það er ljóst að þetta hefur ekkert með metnað í íþróttum að gera," segir Koeman.

„Bók hans með hollenska landsliðinu er núna lokað."

Á síðustu árum hafa margir leikmenn farið til Sádi-Arabíu þar sem peningarnir þar eru gríðarlegir.
Athugasemdir
banner
banner
banner