
FH-ingurinn Jónína Linnet hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélagið til 2027.
Jónína er 17 ára gömul en hún hefur komið sterk inn í lið FH á þessu tímabili.
Hún hefur byrjað sextán af sautján deildarleikjum sínum á fyrsta tímabili sínu með meistaraflokki FH.
Unglingalandsliðskonan hefur nú framlengt samning sinn við félagið til 2027 en FH-ingar greindu frá þessu á dögunum.
Jónína á 15 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands en hún lék fyrstu landsleiki sína með U19 ára landsliðinu á æfingamóti í Svíþjóð í sumar.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir