Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 03. október 2023 10:15
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio
Powerade
Pedro Neto er eftirsóknarverður.
Pedro Neto er eftirsóknarverður.
Mynd: EPA
Goncalo Inacio (til hægri) í leik með Sporting.
Goncalo Inacio (til hægri) í leik með Sporting.
Mynd: EPA
Jarrod Bowen.
Jarrod Bowen.
Mynd: EPA
Velkomin með okkur í slúðurpakka dagsins. Neto, Inacio, Alonso, Roque, Modric, Bowen, White, Cristante og fleiri í pakka dagsins.

Liverpool hefur áhuga á portúgalska vængmanninum Pedro Neto (23) hjá Wolves og gæti reynt að fá hann ef Mohamed Salah (31) yfirgefur Anfield næsta sumar. (Football Transfers)

Arsenal, Aston Villa og Atletico Madrid hafa einnig áhuga á Neto. (90mins)

Manchester United hefur sent njósnara til að fylgjast með portúgalska varnarmanninum Goncalo Inacio (22), leikmanni Sporting Lissabon. (Sun)

Xabi Alonso er einbeittur að starfi sínu sem stjóri Bayer Leverkusen en hann hefur verið orðaður við Real Madrid. (Mail)

Barcelona vill fá brasilíska framherjann Vitor Roque (18) frá Athletico Paranaense en íþróttastjórinn Deco hyggst ferðast til Brasilíu í komandi landsleikjaglugga. (Goal)

777 Partners, sem er að reyna að kaupa Everton, náði ekki að standa við greiðslur sínar hjá Vasco da Gama, sem er meðal félaga í þeirra eigu. (Guardian)

Everton er að fara að gera samning við búningaframleiðandann Castore þrátt fyrir að Aston Villa hafi kvartað yfir óþægilegum treyjum frá fyrirtækinu. (Telegraph)

Inter Miami, félag Lionel Messi og David Beckham, hefur áhuga á króatíska miðjumanninum Luka Modric (38) hjá Real Madrid. (Cadena Ser)

AC Milan vill fá franska markvörðinn Mike Maignan (28) til að skrifa undir nýjan samning en Chelsea og Paris St-Germain hafa áhuga á honum. (Calciomercato)

Liverpool vill fá brasilíska varnarmanninn Lucas Beraldo (19) frá Sao Paulo og hefur í nokkur skipti sent njósnara til að fylgjast með honum. (90mins)

West Ham er í viðræðum við enska vængmanninn Jarrod Bowen (26) um nýjan samning. Liverpool hefur sýnt honum áhuga. (Football Insider)

Arsenal hefur hafið samningaviðræður við enska varnarmanninn Ben White (25) sem á þrjú ár eftir af samningi sínum. (Mail)

Belgíski sóknarmaðurinn Lois Openda (23) hjá RB Leipzig er með 70 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum, sem aðeins er hægt að virkja 2025. Arsenal horfir til hans. (Philipp Hinze)

Al-Nassr í Sádi-Arabíu vill fá ítalska miðjumanninn Bryan Cristante (28) frá Roma í janúar. (Calcio Mercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner