Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   þri 03. október 2023 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Dramatík í Berlín - Sociedad númeri of stórir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrstu tveimur leikjum kvöldsins er lokið í Meistaradeild Evrópu, þar sem Union Berlin komst í tveggja marka forystu á heimavelli en missti hana niður og tapaði að lokum gegn portúgalska félaginu Braga.

Sheraldo Becker, sem hefur haft hægt um sig á nýju tímabili, skoraði bæði mörk Union í fyrri hálfleik en gestirnir voru ekki lengi að svara fyrir sig. Ricardo Horta lagði upp mark sitthvoru megin við leikhléð og voru það Sikou Niakate og Bruma sem sáu um að klára færin til að jafna metin.

Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum þó að heimamenn í Berlín hafi oftar komist í góðar stöður en það vantaði uppá gæðin á síðasta þriðjungnum. Þegar komið var í uppbótartíma og allt virtist stefna í jafntefli tókst gestunum að stela sigrinum með laglegu skoti utan vítateigs. Hinn 35 ára gamli Andre Castro skoraði markið og var leikurinn flautaður af hálfri mínútu síðar.

Braga er því komið með þrjú stig eftir tvær umferðir, á meðan Union er án stiga. Liðin töpuðu gegn Napoli og Real Madrid í fyrstu umferð og geta búist við að berjast um þriðja sæti riðilsins, sem veitir þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Þá fór einnig leikur fram í Austurríki, þar sem RB Salzburg tók á móti Real Sociedad frá Spáni. Spánverjarnir sýndu yfirburði í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum í leikhlé, eftir mörk frá Mikel Oyarzabal og Brais Mendez.

Heimamenn í Salzburg gerðu þrjár skiptingar í hálfleik en síðari hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Spænsku gestirnir gerðu vel að loka vörninni og skópu að lokum þægilegan 0-2 sigur.

Salzburg er með þrjú stig eftir óvæntan sigur á útivelli gegn Benfica í fyrstu umferð, á meðan Sociedad er á toppinum með fjögur stig eftir jafntefli á heimavelli gegn Inter.

Union Berlin 2 - 3 Braga
1-0 Sheraldo Becker ('30 )
2-0 Sheraldo Becker ('37 )
2-1 Sikou Niakate ('41 )
2-2 Bruma ('51 )
2-3 Andre Castro ('94)

Salzburg 0 - 2 Real Sociedad
0-1 Mikel Oyarzabal ('7 )
0-2 Brais Mendez ('27 )
Athugasemdir
banner