Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 03. október 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Muscat, Jansen og Gallardo líklegastir til að taka við Rangers
Mynd: EPA
Rangers er í stjóraleit eftir að Michael Beale var rekinn í gær í kjölfar slæmra úrslita í skosku deildinni, þar sem stórveldið tapaði óvænt þremur af sjö fyrstu deildarleikjum nýs tímabils.

Það eru ýmsir þjálfarar sem koma til greina fyrir starfið og eru þrír taldir líklegastir til að taka við félaginu.

Einn þeirra er Kevin Muscat, samlandi og arftaki Ange Postecoglou hjá japanska félaginu Yokohama F. Marinos. Muscat lék meðal annars fyrir Rangers, Wolves og Crystal Palace á ferli sínum sem fótboltamaður, auk þess að vera mikilvægur hlekkur í ástralska landsliðinu.

Annar er Pascal Jansen, þjálfari AZ Alkmaar í Hollandi, og er sá þriðji Marcelo Gallardo, fyrrum þjálfari River Plate til átta ára.

Gallardo, 47 ára, lék meðal annars fyrir PSG og argentínska landsliðið á ferli sínum sem leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner