Erik ten Hag var spurður út í brasilíska kantmanninn Antony fyrir viðureign Manchester United gegn Galatasaray í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem er í gangi þessa stundina.
Staðan er jöfn 1-1 í upphafi síðari hálfleiks en Antony er í hóp í fyrsta sinn síðan 3. september og gæti komið við sögu í seinni hálfleik.
Antony hefur verið utan hóps í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi.
„Við tókum þessum ásökunum alvarlega. Antony tók sér tíma frá fótbolta til að svara þessum ásökunum. Hann sýndi lögreglunni í Brasilíu og á Englandi fullan samstarfsvilja og var ekki ákærður," sagði Ten Hag.
Athugasemdir