Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   sun 03. nóvember 2024 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gísli byrjaði í gríðarlega dýrmætum sigri - Birnir ónotaður varamaður
Mynd: Halmstad

Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad sem lagði Djurgarden af velli 1-0 í sænsku deildinni. Hann var tekinn af velli þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Birnir Snær Ingason var ónotaður varamaður.

Hlynur Freyr Karlsson var í byrjunarliði Brommapojkarna sem tapaði 1-0 gegn Varnamo. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Halmstad sem er þremur stigum frá fallsæti fyrir lokaumferðina. Brommapojkarna er einu stigi á undan Halmstad.


Brynjólfur Willumsson spilaði 75 mínútur þegar Groningen steinlá 6-0 gegn Nijmegen í hollensku deildinni. Liðið er í 15. sæti með 9 stig eftir 11 umferðir. Liðið hefur tapað sex leikjum í röð. Kolbeinn Finnsson var ónotaður varamaður í 4-1 sigri Utrecht gegn Sparta Rotterdam. Utrecht er í 3. sæti með 25 stig, jafnmörg stig og Ajax sem er í 2. sæti.

Helgi Fróði Ingason spilaði síðasta stundafjórðunginn þegar Helmond tapaði 1-0 gegn Excelsior í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er á toppnum með 27 stig eftir 13 umferðir, stigi á undan Excelsior.

Valgeir Valgeirsson kom inn á sem varamaður í 2-1 sigri Örebro gegn Helsingborg í næst efstu deild í Svíþjóð. Öster valtaði yfir Skovde 5-2 en Þorri Mar Þórisson leikmaður Öster er meiddur og Stefan Ljubicic var ónotaður varamaður hjá Skövde. Öster er í 2. sæti með 51 stig, tveimur stigum á undan Landskrona í baráttunni um að komast upp en aðeins ein umferð er eftir. Öster mætir toppliði Dagerfors í lokaumferðinni.

Örebro er í 9. sæti með 38 stig en Skövde er á botninum og er fallið.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos í 1-0 sigri á Volos í grísku deildinni. Panathinaikos er í 5. sæti með 16 stig eftir tíu umferðir.


Athugasemdir
banner