Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 03. desember 2019 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche við Tómas Þór: Voru of góðir í seinni hálfleiknum
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, ræddi við Tómas Þór Þórðarson á Síminn Sport eftir 4-1 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Í seinni hálfleiknum misstum við leikinn fljótt frá okkur. Á fyrstu 5-6 mínútunum héldum við ekki boltanum, höfðum ekki áhrif á leikinn og það var eins og við værum að bíða eftir að leikurinn myndi klárast," sagði Dyche.

„Þetta var erfitt eftir að þeir náðu öðru markinu."

„Það gekk vel í fyrri hálfleiknum að vera þéttir fyrir, en þeir voru of góðir í seinni hálfleiknum. Þegar hópur 50 milljón punda leikmanna mætir til leiks þá er erfitt að spila gegn þeim."

Viðtalið við Dyche má í heild sinni sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner