Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin í dag - Erfitt fyrir Alsír og ríkjandi meistara
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveir síðustu leikir 16-liða úrslita Afríkukeppninnar fara fram í dag þar sem Alsír og Fílabeinsströndin geta tryggt sér farmiða í 8-liða úrslitin.

Dagurinn byrjar á viðureign Alsír gegn Austur-Kongó sem er með öfluga leikmenn innanborðs.

Riyad Mahrez, Rayan Aït-Nouri, Ramy Bensebaini og Mohamed Amoura eru meðal leikmanna í hóp hjá Alsír en þeir munu spila gegn úrvalsdeildarleikmönnum á borð við Aaron Wan-Bissaka, Axel Tuanzebe og Noah Sadiki. Arthur Masuaku er fjarverandi vegna meiðsla.

Það má því búast við afar spennandi slag þegar Alsír mætir Austur-Kongó.

Stjörnum prýtt lið Fílabeinsstrandarinnar mætir til leiks seinna í dag gegn Búrkína Fasó. Fílabeinsströndin er ríkjandi meistari í Afríkukeppninni og verður skemmtilegt að fylgjast með Amad Diallo, Yan Diomande og Franck Kessié leika lystir sínar.

Dango Ouattara, Bertrand Traoré og Edmond Tapsoba eru meðal leikmanna í sterku liði Búrkína Fasó sem gæti skapað vandræði fyrir ríkjandi meistara.

Takist Alsíringum að vinna eiga þeir mjög erfiðan leik við Nígeríu framundan í 8-liða úrslitum.

Meistararnir frá Fílabeinsströndinni etja næst kappi við Mohamed Salah, Omar Marmoush og félaga í landsliði Egyptalands með sigri í dag.

Leikir dagsins
16:00 Alsír - Austur-Kongó
19:00 Fílabeinsströndin - Búrkína Fasó
Athugasemdir
banner
banner