Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 03. desember 2019 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gabriel Jesus: Verð að læra af Sergio
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í kvöld er Manchester City vann 4-1 sigur á Burnley.

Hann er þriðji markahæsti Brasilíumaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 31 mark.

„Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur. Við erum átta stigum á eftir toppliðinu og sigurinn var góður fyrir okkur," sagði Jesus eftir sigurinn.

„Burnley er með mjög góða leikmenn og eru mjög góðir í föstum leikatriðum."

„Ég veit um mín gæði og ég get skorað í hverjum einasta leik, en það er ekki alltaf þannig. Ég verð að læra af Sergio (Aguero) vegna þess að hann er goðsögn hjá félaginu. Sergio skorar alltaf og það er markmið mitt."

City er í öðru sæti, átta stigum á eftir Liverpool sem á leik til góða.

„Liverpool hefur átt mjög gott tímabil, en við spiluðum vel í kvöld. Þessi mörk eru fyrir stuðningsmennina," sagði Gabriel Jesus.


Athugasemdir
banner
banner