Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. desember 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Lo Celso sagður óánægður hjá Tottenham
Giovani Lo Celso.
Giovani Lo Celso.
Mynd: Getty Images
Giovani Lo Celso vill yfirgefa Tottenham, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann gekk í raðir félagsins. Spænska blaðið Marca segir frá.

Argentínumaðurinn er á lánssamningi hjá Tottenham út tímabilið frá Real Betis en hefur aðeins byrjað einn úrvalsdeildarleik, jafnteflisleikinn gegn Sheffield United í síðasta mánuði.

Hann hefur ekki byrjað neinn af þeim þremur leikjum sem Jose Mourinho hefur stýrt. Hann kom inn á 89. mínútu gegn Bournemouth á laugardag.

Áætlað var að Lo Celso myndi alfarið ganga í raðir Tottenham næsta sumar en leikmaðurinn íhugar stöðu sína.

Mauricio Pochettino átti stóran þátt í því að Lo Celso vildi fara til Tottenham en nú er hann horfinn á braut.

Marca segir mögulegt að leikmaðurinn snúi aftur til Real Betis eða verði seldur annað.
Athugasemdir
banner
banner