Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. desember 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Giroud: Alltaf gott að skrá sig á spjöld sögunnar
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud skoraði öll fjögur mörk Chelsea þegar liðið vann 4-0 útisigur á Sevilla í gærkvöldi. Ferna hans skilaði honum fulli húsi í einkunnagjöf Sky Sports eftir leikinn.

„Ég vissi ekki fyrr en fyrir tveimur árum að það væri til eitthvað sem heitir fullkomin þrenna. Ég veit það núna og það er góð tilfinning að hafa skorað slíka og mark til viðbótar," sagði Giroud við BT Sport í gær. Giroud skoraði með hægri og vinstri fæti ásamt því að skora skallamark.

Giroud varð fyrsti leikmaður Chelsea til að skora fjögur mörk síðan Frank Lampard gerði það árið 2010. Hann hefur nú skorað fleiri mörk en brasilíski Ronaldo í Meistaradeildinni og er elsti leikmaður í sögu keppninnar til að skora þrennu. Hann hefur skorað mark á 26 mínútna fresti í keppninni í ár og er næstmarkahæstur með fimm mörk skoruð.

„Ég ætla reyna að halda áfram að klára færin eins vel og í kvöld. Liðið vann vel og ég batt endahnútinn á gott spil. Það er alltaf gaman að komast á spjöld sögunnar og við spilum fótbolta til að setja okkar mark á söguna. Ég er anægður með sigurinn og mörkin."

Mun Giroud byrja á laugardaginn gegn Leeds?

„Leyfið mér að njóta kvöldsins og sigursins og eftir það hvílumst við og sjáum hvað stjórinn ætlar sér að gera."

Frank Lampard var einnig spurður út í Giroud.

„Það er hægt að treysta á Olivier, punktur. Hann skilar alltaf sínu, líka með landsliðinu. Við bíðum og sjáum hvort hann muni spila gegn Leeds."
Athugasemdir
banner
banner
banner