Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 03. desember 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Guðni vill ekki segja hvort Lars komi til greina
Icelandair
Lars Lagerback
Lars Lagerback
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, vill ekki tjá sig um það hvort hann ætli að ræða við Lars Lagerback um að taka við íslenska landsliðinu.

Lars var ráðinn landsliðsþjálfari haustið 2011 og undir hans stjórn fór liðið í umspil fyrir HM 2014 og alla leið í 8-liða úrslit á EM 2016 þegar hann þjálfaði liðið með Heimi Hallgrímssyni.

Hinn 72 ára gamli Lars verður ekki áfram landsliðsþjálfari Noregs en hann var rekinn úr starfi þar í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið kallað eftir endurkomu Lars en Guðni vill ekki tjá sig um það hvort það komi til greina.

„Það er ekkert sem ég tel þörf á að tjá sig um. Ég tel að það sé óþarfi að segja nokkuð til um það eða útiloka neitt, hvort sem það er Lars eða einhver annar. Þetta er í því ferli sem það er," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.

Erik Hamren tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari og KSÍ hefur rætt við aðila sem koma til greina í starfið. „Þetta gengur ágætlega. Það er verið að vinna í því og það hefur gengið vel."

Guðni vill ekki setja tímaramma á það hvenær búið verður að ganga frá ráðningu. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð í því. Það væri gott að ljúka þessu á árinu og við stefnum að því," sagði Guðni.

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM á mánudag en þar er Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Guðni bíður spenntur eftir niðurstöðunni þar.

„Það skiptir miklu máli og verður spennandi að sjá. Maður er líka ennþá með gleði í hjarta eftir árangur kvennalandslðisins og að við séum komin í úrslitakeppni þar þó að það sé ekki fyrr en 2022. Það var gríðarlega ánægjulegt og hvatning í þessu," sagði Guðni.
Mun Ísland vinna Ísrael í umspilinu um EM sæti?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner