Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 03. desember 2023 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um dómgæsluna: Ætla ekki að koma með einhver Mikel Arteta ummæli
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Simon Hopper hætti við að beita hagnaðarreglunni
Simon Hopper hætti við að beita hagnaðarreglunni
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var sáttur með frammistöðu liðsins í 3-3 jafnteflinu gegn Tottenham á Etihad-leikvanginum í dag, en var vonsvikinn með dómgæsluna í lok leiks.

Man City fékk frábært tækifæri til að vinna leikinn þegar rúmar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Erling Braut Haaland fékk boltann við miðjubogann áður en brotið var á honum. Simon Hooper, dómari leiksins, beitti hagnaðarreglunni, sem var rétt metið og náði Haaland að lyfta boltanum inn fyrir á Jack Grealish, sem var kominn einn í gegn, en þá ákvað Hooper að draga ákvörðun sína til baka og flauta á brotið á Haaland.

Eðlilega skapaðist mikill pirringur yfir þessu atviki, en Guardiola ætlaði ekki að láta veiða sig í einhverja vitleysu eftir leik.

„Næsta spurning. Ég ætla ekki að koma með einhver Mikel Arteta ummæli,“ sagði Guardiola er hann var spurður út í atvikið, en hann vísaði þar í ummæli Arteta eftir leik Arsenal gegn Newcastle, þar sem spænski stjórinn lét gamminn geisa.

„Það er erfitt þegar þú skoðar atvikið aftur. Dómarinn ákvað að blása í falutuna eftir að hafa beitt hagnaðarreglunni. Eftir sendinguna flautar hann og ég bara skil það engan veginn.“

„Þetta var góður leikur og það er það mikilvægasta. Þetta er synd, alveg eins og með Liverpool-leikinn. Mér fannst við spila ótrúlega vel á öllum sviðum gegn rosalega góðu liði og stjóra.“

„Við sköpuðum mörg færi, vorum grimmir, ótrúlega einbeittir og tilfinning er enn þannig að við viljum vera á toppnum. Þetta er alger synd, en stundum er fótbolti eins og lífið sjálft, þú færð ekki alltaf það sem þú verðskuldar,“
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner