PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   sun 03. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikið til úrslita í Bose mótinu á föstudaginn
Mynd: Fótbolti.net
Breiðablik og Víkingur mætast í úrslitum Bose-mótsins á föstudag.

Víkingur vann báða leiki sína í riðlakeppninni en liðið lagði bæði FH og Val að velli, en Breiðablik vann tvo auðvelda sigra á KR og Stjörnunni.

Breiðablik hefur unnið Bose-mótið tvisvar, 2017 og 2021, en Víkingur einu sinni, árið 2014.

Mikill rígur hefur skapast á milli þessara liða og má ganga svo langt að kalla þau erkifjendur.

Úrslitaleikurinn er settur á Kópavogsvelli á föstudaginn 8. desember klukkan 19:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner