Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   sun 03. desember 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Þorleifur úr leik í úrslitakeppni MLS
Þorleifur og hans menn eru úr leik
Þorleifur og hans menn eru úr leik
Mynd: Getty Images
Þorleifur Úlfarsson og hans menn í Houston Dynamo eru úr leik í úrslitakeppni MLS-deildarinnar eftir 2-0 tap gegn Los Angeles FC í nótt.

Blikinn hefur mátt þola mikla bekkjarsetu síðari hluta tímabilsins en þó komið við sögu í úrslitakeppninni.

Houston og LAFC mættust í úrslitaleik Vesturstrandarinnar í nótt og var þar sæti í boði í sjálfan úrslitaleik MLS-bikarsins gegn Colombus Crew.

LAFC vann góðan 2-0 sigur. Ryan Hollingshead skoraði undir lok fyrri hálfleiks og þá gerði Franco Escobar sjálfsmark þegar tíu mínútur voru eftir.

Þorleifur kom inn af bekknum á 77. mínútu leiksins, sem var síðasti leikur hans á þessu tímabili.

Alls spilaði Þorleifur 29 leiki, gerði 4 mörk og lagði upp 1 í öllum keppnum. Hann lék hins vegar aðeins 848 mínútur og því spurning hvort hann sé að hugsa sér til hreyfings í leit að fleiri mínútum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner