Dani Olmo, leikmaður Barcelona á Spáni, verður ekki með liðinu næstu þrjár vikurnar eftir að hafa farið úr axlarlið í 3-1 sigri liðsins á Atlético Madríd í gær.
Olmo, sem er 27 ára gamall, hefur verið heitur í síðustu tveimur leikjum Barcelona.
Hann skoraði tvisvar gegn Alaves á dögunum og gerði þá eitt mark og fiskaði vítaspyrnu gegn Atlético í gær.
Fabrizio Romano greinir frá því á X að Olmo hafi farið úr axlarlið og er ljóst að hann verður frá í þrjár vikur.
Þetta er mikil blóðtaka fyrir Barcelona sem er með fjögurra stiga forystu á toppnum í La Liga.
Athugasemdir


