Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   mið 03. desember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn í dag - Alonso á síðasta séns
Xabi Alonso er sagður í heitu sæti
Xabi Alonso er sagður í heitu sæti
Mynd: EPA
Xabi Alonso og lærisveinar hans í Real Madrid heimsækja Athletic Bilbao í La Liga í kvöld, en örlög Alonso hjá félaginu gætu ráðist eftir leikinn.

Alonso tók við Madrídingum í sumar og þó hann hafi náð í mörg góð úrslit þá er hann sagður hafa misst klefann og er þolinmæði Madrídinga að renna á þrotum.

Slæm úrslit gegn Athletic í kvöld og hann gæti fengið sparkið.

Einnig er spilað í annarri umferð spænska konungsbikarsins en þar á Real Sociedad, lið Orra Steins Óskarsson, leik gegn Reus á útivelli.

Hann hefur verið frá síðustu mánuði vegna meiðsla í læri, en ekki er ljóst hvenær hann snýr aftur á völlinn.

Leikir dagsins:

La Liga:
18:00 Athletic - Real Madrid

Bikarinn:
19:00 Talavera CF - Malaga
19:00 Cultural Leonesa - Andorra CF
19:00 Eldense - Almeria
19:00 Mirandes - Sporting Gijon
19:00 Murcia - Cadiz
20:00 Antoniano - Villarreal
20:00 Cieza - Levante
20:00 Ourense CF - Girona
20:00 Pontevedra - Eibar
20:00 Quintanar del Rey - Elche
20:00 Reus FCR - Real Sociedad
20:00 Torrent - Betis
Athugasemdir
banner
banner