Anna María Bergþórsdóttir, Helena Sörensdóttir og Kristín Anna Smári, leikmenn KR, hafa allar tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna. KR kvaddi leikmennina á Facebook-síðu félagsins í gær.
Anna María er fædd 2003 og kom til KR árið 2024, en hún lék 36 leiki með liðinu og skoraði 14 mörk.
Hún hóf feril sinn á Selfossi áður en hún skipti yfir í Fjölni, en hún á samtals 146 KSÍ leiki og skorað 46 mörk.
Helena er fædd árið 2006 og uppalin KR-ingur, en síðustu tvö tímabil hefur hún verið aðalmarkvörður liðsins og spilað 58 leiki.
Kristín er fædd 2004 og kom til KR á síðasta ári en hún spilaði 28 leiki og skoraði eitt mark. Hún er uppalin í Val en lék ekki keppnisleik með meistaraflokki. Hún lék þrjú tímabil með KH í 2. deildinni áður en hún skipti yfir í KR.
Athugasemdir


