Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 04. febrúar 2023 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Tarkowski: Hefur vantað grimmd og baráttuvilja
Mynd: EPA
Mynd: Everton

Sean Dyche byrjaði frábærlega í nýja starfinu sínu sem knattspyrnustjóri Everton. 


Hann tók við fallbaráttuliðinu á dögunum og byrjar á óvæntum sigri á heimavelli gegn toppliði Arsenal sem virtist svo gott sem óstöðvandi á vegferð sinni.

Lærisveinar Dyche spiluðu með hjartanu. Þeir börðust með kjafti og klóm og uppskáru að lokum 1-0 sigur þökk sé marki frá James Tarkowski í seinni hálfleik.

„Þetta snýst um leikmennina. Þeir vita að það minnsta sem við krefjumst frá þeim er að leggja sig alla fram, og þeir gerðu það. Við getum bætt leik okkar til muna með smá tíma en núna er mikilvægt að safna stigum og forðast fallsvæðið," sagði Dyche eftir sigurinn.

„Í dag var mikilvægt fyrir okkur að róa leikinn niður og okkur tókst það. Ég vil að strákarnir einbeiti sér meira að undirstöðuatriðunum."

James Tarkowski gerði sigurmarkið og var kátur að leikslokum. „Það hefur ekki vantað tæknileg gæði á tímabilinu, okkur hefur bara vantað smá grimmd og baráttuvilja. Það er það sem stuðningsmennirnir vilja sjá."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
2 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 24 +4 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
8 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 25 23 +2 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner