Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mið 04. mars 2020 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dier fór upp í stúku og slóst við áhorfanda
Eric Dier, leikmaður Tottenham, hoppaði upp í stúku eftir tap gegn Norwich í bikarnum í kvöld og slóst við áhorfanda.

Ekki er vitað hvað varð til þess að Dier, sem á 40 A-landsleiki fyrir England, fór upp í stúku, en á samfélagsmiðlum eru sögusagnir um að það hafi verið út af kynþáttafordómum í garð Gedson Fernandes, leikmanns Tottenham. Það á þó eftir að fást staðfest.

Heyra má Dier segja: „Hann er bróðir minn," í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Hér að neðan má sjá myndbönd frá því sem gerðist.



Athugasemdir
banner