mið 04. mars 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Þetta er kærkomið verkefni
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan við spiluðum síðast svo þetta er kærkomið verkefni," segir Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, en Ísland mætir Norður-Írlandi í fyrsta leik á Pinatar mótinu á Spáni klukkan 14:00 í dag.

„Það er engin að glíma við meiðsli hér en það eru auðvitað leikmenn utan hóps sem eiga við meiðsli að stríða. Út af ástandinu er Berglind (Björg Þorvaldsdóttir) ennþá í Milanó," sagði Jón Þór.

Leikurinn í dag er góður undirbúningur fyrir næstu leiki í undankeppni EM sem eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í mars.

„Við höfum ekki spilað á móti þeim (Norður-Írlandi) síðan ég kom í landsliðið og það verður spennandi að sjá. Þetta er flottur leikur fyrir okkur og minnir á leikina sem við erum að fara að spila í apríl. Þetta verður góður undirbúningur," sagði Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn í dag.

Athugasemdir
banner
banner
banner