Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 04. maí 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku fer ekki frá Inter - „Ég er eins og Shaquille O'Neal"
Romelu Lukaku hefur spilað vel með Inter frá því hann kom frá Man Utd
Romelu Lukaku hefur spilað vel með Inter frá því hann kom frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Hann myndi deyja fyrir Antonio Conte
Hann myndi deyja fyrir Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, framherji Inter á Ítalíu, hefur átt sitt besta tímabil á ferlinum en hann ræðir hlutverk sitt hjá liðinum, titilinn og Antonio Conte í viðtali við La Tribune.

Lukaku er 27 ára gamall og þótti eitt sinn mesta efni sem hefur komið frá Belgíu.

Hann var 16 ára gamall þegar hann var að raða inn mörkum fyrir aðallið Anderlecht sem varð svo til þess að Chelsea keypti hann.

Tími Lukaku hjá Chelsea var undarlegur. Hann spilaði fimmtán leiki í heildina. Romelu var lánaður til WBA þar sem hann gerði 17 mörk en það var ekki nóg til að fá tækifæri hjá Chelsea og var hann því lánaður aftur.

Í þetta sinn var hann sendur til Everton. Lukaku skoraði 16 mörk og þótti hann standa sig svo vel að hann var keyptur. Hann var einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar næstu árin áður en hann hélt til Manchester United þar sem hann skoraði 42 mörk en var hins vegar oft gagnrýndur fyrir spilamennskuna.

Lukaku hefur fundið sig hjá Inter. Hann skoraði 34 mörk á síðustu leiktíð og er kominn með 27 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili en Inter tryggði sér titilinn um helgina í fyrsta sinn í ellefu ár og mun hann halda tryggð sína við félagið og vera áfram.

„Ég er svo ánægður fyrir stuðningsmenn Inter um allan heim en einnig fyrir liðið, þjálfarann, félagið og Steven Zhang, forseta Inter. Ég get sagt að þetta er besta ár ferilsins og vonandi er þessi titill byrjun á langri sigurgöngu Inter," sagði Lukaku.

„Það að vinna titil með félaginu gefur manni reynslu og hjálpar manni að nálgast leiki betur. Þetta gefur þér drápseðli, eitthvað sem mig vantaði á ferlinum."

„Þegar ég varð 27 ára gamall þá leið mér eins og þetta væri núna eða aldrei. Þú getur skorað 500 mörk á ferlinum en ef þú vinnur ekki titil þá er þetta tilgangslaust. Ég hef bætt mig heilmikið þegar ég sný bakinu í markið og það allt þökk sé vél sem við notum á æfingu sem skýtur boltunum á mig á 40 km/h hraða."

„Hér áður fyrr var ég alltaf aðeins á eftir varnarmanninum sem var að dekka mig en núna er ég tveimur sekúndum á undan. Þetta verður aldrei í uppáhaldi hjá mér en ég er uppfylla mikilvægt hlutverk svona svipað eins og Shaquille O'Neal gerði í körfuboltanum."


Lukaku á Conte mikið að þakka fyrir þennan persónulega árangur en hann myndi deyja fyrir ítalska þjálfarann.

„Ég myndi deyja fyrir Conte. Ég gat ekki komið til hans í Chelsea árið 2017 en ég sagði alltaf ætla að spila fyrir hann um leið og ég myndi yfirgefa Manchester United. Conte var alltaf mjög hreinn og beinn við mig. Ef ég legg mig ekki fram á æfingum þá spila ég ekki, ég þyrfti að læra að spila með markið í bakið og að það væri mikilvægt að hitta fólk sem segir manni sannleikann til að hjálpa mér að bæta leik minn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner