Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. júní 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kimmich um rasisma: Fótboltaheimurinn er ein heild, eitt lið
Skilaboð Sancho um helgina.
Skilaboð Sancho um helgina.
Mynd: Getty Images
Í gær tilkynnti þýska knattspyrnusambandið að það ætli ekki að refsa Jadon Sancho, Marcus Thuram, Achraf Hakimi og Weston McKennie fyrir sína hegðun um helgina þar sem þeir heiðruðu minningu George Floyd sem var myrtur í síðustu viku í Bandaríkjunum.

Joshua Kimmich, leikmaður Bayern Munchen, segir alla knattspyrnumenn hafa hlutverk í baráttunni gegn rasisma í heiminum.

„Það er gott að þetta var ekki einn leikmaður. Við þurfum að vera saman í þessu eins og lið. Fyrirmyndir eru sóttar í fótboltann og sérstaklega í okkar heimi er ekki möguleiki á einhverju eins og rasisma," sagði Kimmich í gær.

„Við erum einn heimur, eitt félag, eitt fótboltalið. Það skiptir ekki máli hvort við erum svartir eða hvítir. Við erum fótboltamenn."

Kimmich var spurður hvort leikmenn Bayern ætli sér að beita krafti sínum sem lið til að koma með einhvers konar yfirlýsingu. „Við höfum rætt þetta og mögulega getum við gert eitthvað. Það er ekki pláss fyrir svona í okkar heimi."
Athugasemdir
banner
banner
banner