Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 14:18
Magnús Már Einarsson
Óli Jó átti að vera rúmliggjandi í þrjár vikur en mætti daginn eftir
Ólafur Jóhannesson með hækjurnar á hliðarlínunni.
Ólafur Jóhannesson með hækjurnar á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, framherji stjörnunnar, er ánægður með hvernig samstarfið er hjá Rúnari Páli Sigmundssyni og Ólafi Jóhannessyni þjálfurum liðsins. Rúnar og Ólafur eru saman aðalþjálfarar Stjörnunnar í sumar.

„Mér finnst þeir passa vel saman. Þeir eru ólíkir. Varðandi leikstíl þá hafa þeir náð að flétta þetta vel saman. Þetta hefur gengið vel í æfingum og í leikjum. Það gekk ekki vel fyrstu mánuðina þegar við vorum að æfa þungt en eftir það finnst mér þeir hafa gert þetta mjög vel. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu," sagði Guðjón í Niðurtalningunni á Fótbolta.net.

„Það sem ég held að Óli komi með inn í þetta er að það verður vonandi meiri ró á boltanum. Við höfum fallið til baka og farið að verja stöðuna þegar við erum yfir í leikjum. Ég held að Óli vilji halda áfram og skora fleiri. Það er eitthvað sem mun bæta okkar leik."

Óli Jó hefur verið á hækjum undanfarnar vikur en hann slasaði sig á æfingu hjá Stjörnunni.

„Hann var að flýta sér yfir eitthvað skilti og missti húfuna aftur fyrir sig og ætlaði að grípa hana. Hann braut eitthvað í mjöðminni og þetta er skellur fyrir hann, akkúrat þegar golfsumarið er að byrja. Hann verður fljótur að jafna sig," sagði Halldór Orri Björnsson.

„Hann átti að vera rúmliggjandi í þrjár vikur en hann var mættur daginn eftir á hækjunum. Hann vill ekki missa af neinu. Ég er ánægður með hann," sagði Guðjón.
Niðurtalningin - Reynsluboltar úr Garðabænum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner