Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. júní 2023 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kristín Dís sneri aftur eftir fjórtán mánaða fjarveru
Mynd: Bröndby/Mikkel Joh

Það eru frábærar fréttir að Kristín Dís Árnadóttir fékk að spreyta sig í stórsigri Bröndby í danska kvennaboltanum í gær eftir langa fjarveru.


Kristín Dís fékk að spila lokamínúturnar í stórsigri gegn KoldingQ og er Bröndby í öðru sæti í dönsku titilbaráttunni.

Þetta var fyrsti leikur Kristínar í fjórtán mánuði eftir að hafa slitið krossband. Hún gæti því komið við sögu í lokaumferð danska deildartímabilsins, þegar Bröndby heimsækir HB Köge í titilslag.

Bröndby getur þó ekki náð HB Köge á toppnum þar sem þrjú stig skilja félögin að. Köge er með talsvert betri markatölu og þyrfti Bröndby ellefu marka sigur til að hirða toppsætið.

Kristín er fædd 1999 og var í baráttu um að ryðja sér leið inn í A-landslið kvenna þegar hún sleit krossband. Hún var í lykilhlutverki hjá Breiðabliki í íslenska boltanum auk þess að vera mikilvægur hlekkur í U17 og U19 landsliðum Íslands áður en hún flutti til Danmerkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner