Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   sun 04. júní 2023 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe markahæstur fimmta árið í röð
Mynd: EPA

Hinn 24 ára gamli Kylian Mbappé er ótrúlegur fótboltamaður og staðfesti sig sem markakóng frönsku deildarinnar í gær, þegar hann skoraði í óvæntu tapi PSG gegn Clermont.


Mbappé klárar franska deildartímabilið með 29 mörk og er þetta fimmta árið í röð sem hann er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Hann er þar með búinn að jafna met Carlos Bianchi, Delio Onnis og Jean-Pierre Papin sem urðu allir markahæstir fimm sinnum í frönsku deildinni.

Ljóst er að Mbappe þarf aðeins að verða markahæstur eitt tímabil í viðbót til að bæta þetta met í franska boltanum.

Mbappe var fyrst markahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 33 mörk í 29 leikjum tímabilið 2018-19. 


Athugasemdir
banner