Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Glódís skoraði sigurmark - Beta á hliðarlínunni
Glódís á landsliðsæfingu.
Glódís á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmark Rosengård þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Kristianstad á útivelli í Íslendingaslag.

Sóknarmenn Rosengård áttu í vandræðum í leiknum og þá steig Glódís upp og skoraði sigurmarkið stuttu fyrir leikhlé. Glódís lék allan leikinn, en Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinni hálfleikinn fyrir Kristianstad. Sif Atladóttir á von á barni og er því ekki að spila með Kristianstad þessa stundina.

Það eru mikil gleðitíðindi úr þessum leik að Elísabet Gunnarsdóttir var mætt aftur á bekkinn hjá Kristianstad eftir veikindi.

Rosengård hefur unnið báða leiki sína til þessa, en Kristianstad hefur tapað báðum sínum og því verk að vinna fyrir Elísabetu og hennar lið.

Anna Rakel Pétursdóttir spilaði allan leikinn fyrir Uppsala í 1-1 jafntefli gegn Vaxjö og Guðrún Arnardóttir kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli hjá Djurgården gegn Umeå. Guðbjörg Gunnarsdóttir er einnig á mála hjá Djurgården en var ekki með í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner