mán 04. júlí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Þorleifur spilaði í tapi - Byrjað sex af síðustu tíu deildarleikjum
Þorleifur Úlfarsson
Þorleifur Úlfarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikinn, Þorleifur Úlfarsson, var í byrjunarliði Houston Dynamo þriðja leikinn í röð er það tapaði fyrir Charlotte, 2-1, í MLS-deildinni í nótt.

Þorleifur var valinn af Dynamo í nýliðavali deildarinnar og hefur fengið töluvert meiri spiltíma en gert var ráð fyrir á fyrsta tímabili sínu.

Hann hefur byrjað sex af síðustu tíu leikjum liðsins og er orðinn fastamaður.

Þorleifur spilaði allan leikinn í 2-1 tapi Houston fyrir Charlotte í nótt en þetta var fjórða tapið í síðustu fimm leikjum liðsins í deildinni.

Dynamo er í 11. sæti Vestur-deildarinnar með 21 stig.

Arnór Ingvi Traustason sat allan tímann á bekknum hjá New England Revolution sem gerði 2-2 jafntefli við New York City FC. Lið Arnórs er í 7. sæti Austur-deildarinnar með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner