De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   þri 04. júlí 2023 14:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég mun ekki fara neitt nema það komi eitthvað geðveikt"
Icelandair
Eggert Aron
Eggert Aron
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron Guðmundsson er verðmætasti leikmaður U19 ára landsliðs Íslands samkvæmt Transfermarkt. Eggert steig fyrst inn á sjónarsviðið 2021 og hefur vakið athygli fyrir sínar frammistöður með uppeldisfélaginu Stjönunni síðan.

Hann er nítján ára, lágvaxinn, kraftmikill, sterkbyggður og virkilega fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á velinum.

Eftir tímabilið 2021 fór hann á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Í kjölfarið sagði Ágúst Gylfason, þáverandi þjálfari Stjörnunnar, að það yrði með ólíkindum ef Eggert færi ekki út innan árs.

Eggert undirbýr sig nú fyrir fyrsta leik U19 á EM. Sá leikur er gegn Spáni og hefst klukkan 19:15 á Möltu. Hann ræddi við Guðmund Aðalstein eftir landsliðsæfingu í gær og var hann spurður út í atvinnumennsku.

„Það er draumur að fara út, en það er geðveikt í Stjörnunni og ég mun ekki fara neitt nema það komi eitthvað geðveikt," sagði Eggert.
Markmiðið að komast upp úr riðlinum - „Þeir eru ekkert betri en við“
Athugasemdir
banner