Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. ágúst 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Elliott hafnaði Real Madrid vegna Ramos
Harvey Elliott í leik gegn Aston Villa
Harvey Elliott í leik gegn Aston Villa
Mynd: Getty Images
Enska ungstirnið Harvey Elliott greinir frá því í viðtali við Athletic að hann hafi hafnað spænska félaginu Real Madrid eftir að Sergio Ramos tók Mohamed Salah úr leik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018.

Elliott, sem er 17 ára gamall, var einn eftirsóttasti ungi leikmaðurinn á síðasta ári er hann var á mála hjá Fuham.

Spænska félagið Real Madrid bauð honum að skoða aðstæður hjá félaginu og þá ákvað félagið að fá Sergio Ramos, fyrirliða liðsins, til að sýna honum um.

Elliott hafnaði því en hann er stuðningsmaður Liverpool og var ósáttur með hvernig Ramos tók Mohamed Salah úr leik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Salah þurfti að yfirgefa völlinn eftir fólskubrot frá Ramos.

Elliott samdi við Liverpool síðasta sumar en hann kom við sögu í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þá kom hann einnig við sögu í bæði bikarnum og deildabikarnum.

„Nei, takk. Ég er góður. Ég fíla hann ekki eftir það sem hann gerði við Mo Salah," sagði Elliott.
Athugasemdir
banner
banner