Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 05. janúar 2026 13:15
Elvar Geir Magnússon
Vill sjá Southgate taka við Man Utd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Bosnich, fyrrum markvörður Manchester United, hefur tjáð sig um stjóraleit félagsins. Rúben Amorim var látinn taka pokann sinn í morgun.

Bosnich vill að Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, verði ráðinn til United.

„Ég er hlutdrægur því ég er vinur hans, en ég myndi velja Gareth Southgate. Við vitum að hann var talinn vera ofarlega á listanum áður en Rúben Amorim tók við," segir Bosnich.

„Hann tók við Englandi þegar liðið var í sögulegri lægð og kom þeim aftur meðal fremstu liða heims. Hann er frábær í persónulegum samskiptum og ég held að hann sé rétti kosturinn á þessum tímapunkti."
Athugasemdir
banner
banner
banner