Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 11:44
Kári Snorrason
Tímalína: Stormasamt samband United og Amorim
Amorim var rekinn frá Manchester United í morgun.
Amorim var rekinn frá Manchester United í morgun.
Mynd: EPA
Liðið endaði í fjórtánda sæti á síðasta tímabili, versti árangur liðsins frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.
Liðið endaði í fjórtánda sæti á síðasta tímabili, versti árangur liðsins frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: EPA
Liðið féll úr leik í enska deildarbikarnum gegn D-deildarliði Grimsby í haust.
Liðið féll úr leik í enska deildarbikarnum gegn D-deildarliði Grimsby í haust.
Mynd: Grimsby Town
United tapaði gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í vor.
United tapaði gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í vor.
Mynd: EPA
Ruben Amorim var rekinn sem þjálfari Manchester United í morgun. Hann var við stjórnvölinn í fjórtán mánuði og gekk mikið á í þetta rúma ár sem Portúgalinn var með liðið.

Hér að neðan má sjá tímalínu yfir helstu atburði og úrslit sem áttu sér stað undir stjórnartíð Amorim hjá United.

1. nóvember 2024 - Manchester United ræður Ruben Amorim sem nýjan stjóra liðsins.

11. nóvember 2024 - Amorim hefur formlega störf eftir að yfirgefa Sporting.

19. janúar 2025 - Amorim lýsir liði sínu sem kannski því versta í 147 ára sögu félagsins.

17 apríl 2025 - United á ótrúlega endurkomu í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Liðið skorar tvívegis á lokamínútum framlengingarinnar, eftir að hafa verið 4-2 undir og tryggir sér sæti í úrslitum Evrópudeildarinnar.

21. maí 2025 - Manchester United tapar úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham.

25. maí 2025 - Manchester United á sitt versta tímabil í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Liðið endar í 15. sæti deildarinnar úrvalsdeildarinnar, með aðeins 42 stig.

Júní til ágúst 2025 - United eyðir meira en 200 milljónum punda á leikmannamarkaðinum. Meðal leikmanna sem gengu til liðs við félagið eru Benjamin Sesko, Bryan Mbeumo og Matheus Cunha.

27. ágúst 2025 - Manchester United fellur úr leik í enska deildarbikarnum eftir tap gegn D-deildarliði Grimsby.

8. október 2025 - Meðeigandi félagsins, Jim Ratcliffe, segir að Amorim þurfi þrjú ár til þess að sanna að hann sé frábær stjóri.

24. nóvember 2025 - Everton menn sigruðu United í Leikhúsi draumanna þrátt fyrir að hafa misst Idrissa-Gana Gueye eftir aðeins þrettán mínútna leik.

30. desember 2025 - Manchester United tekst ekki að sigra botnlið Úlfanna sem sóttu aðeins sitt þriðja stig á tímabilinu á Old Trafford

2. janúar 2026 - Amorim gefur í skyn að samband hans við stjórnarmenn félagsins sé stirt.

4. janúar 2026 - Amorim segir, eftir jafntefli gegn nýliðum Leeds, að hann vilji starfa sem stjóri en ekki þjálfari liðsins og að hann sé reiðubúinn til að fara frá félaginu þegar samningur hans rennur út.

5. janúar 2026 - Amorim rekinn frá Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner