Manchester City hefur aukinn áhuga á að fá Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace í þessum mánuði.
BBC greinir frá því að eftir meiðsli Josko Gvardiol og Ruben Dias í jafnteflinu gegn Chelsea í gær. Miðvörðurinn John Stones er einnig á meiðslalistanum.
BBC greinir frá því að eftir meiðsli Josko Gvardiol og Ruben Dias í jafnteflinu gegn Chelsea í gær. Miðvörðurinn John Stones er einnig á meiðslalistanum.
City vill fá nánari upplýsingar um meiðsli Gvardiol og Dias áður en skoðað verður að gera tilboð í Guehi.
Þessi 25 ára miðvörður verður samningslaus í sumar. Liverpool var nálægt því að krækja í Guehi í lok síðasta glugga og hefur enn mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Evrópsku stórliðin Bayern München, Real Madrid, Barcelona, Inter og Atletico Madrid hafa einnig sýnt honum áhuga. Samkvæmt reglum gæti hann gert samning við erlent félag núna í glugganum, og hann tæki þá gildi næsta sumar.
BBC segir að Palace sé til í að skoða það að selja Guehi í þessum mánuði til að forðast það að missa hann fyrir ekkert í lok tímabilsins.
Athugasemdir



