Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Voru óánægðir með ummæli Amorim um leikmenn félagsins
Dorgu skoraði sitt fyrsta mark fyrir United gegn Newcastle í síðasta mánuði.
Dorgu skoraði sitt fyrsta mark fyrir United gegn Newcastle í síðasta mánuði.
Mynd: EPA
Harry Amass.
Harry Amass.
Mynd: EPA
Samuel Luckhurst, blaðamaður TheSun fjallar um, í kjölfarið á brottrekstri Ruben Amorim frá Manchester United, að ummæli hans um Patrick Dorgu, Harry Amass og Chido Obi hafi fallið afskaplega illa í kramið hjá ráðamönnum félagsins.

Ráðamenn voru líka mjög ósáttir við frammistöðu liðsins gegn Wolves á heimavelli í þarsíðustu umferð. Amorim var rekinn í morgun og Darren Fletcher mun stýra United til bráðabirgða. Amorim var rekinn 17 klukkutímum eftir að hafa gagnrýnt ráðamenn United á fréttamannafundi eftir leikinn gegn Leeds. Þar sagðist hann hafa komið til félagsins til að stýra félaginu, ekki til að vera þjálfari liðsins.

Í viðtalinu fyrir leikinn gegn Bournemouth í síðasta mánuði ræddi Amorim um Kobbie Mainoo, sagði að hann væri ekki að standa sig nægilega vel, hefði fengið mikið af tækifærum án þess að nýta þau. Hann benti þar á stöðu mála hjá Amass og Obi.

Amorim sagði að Harry Amass væri í erfiðleikum á láni hjá Sheffield Wednesday og sagði að Obi væri ekki reglulega í byrjunarliðinu hjá U21 liðinu. Þeir eru báðir 18 ára og komu við sögu undir stjórn Amorim á síðasta tímabili. Í kjölfarið gagnrýndi Amorim kúltúrinn í akademíu félagsins, sagði að leikmenn teldu sig eiga rétt á tækifærum með aðalliðinu.
Amorim sagði í nóvember, eftir tap gegn Everton, að það væri sjáanlegur kvíði þegar Dorgu fengi boltann og talaði um að félagið þyrfti að fá réttfættan Amad Diallo í leikmannahópinn. Amorim kallaði eftir því að Dorgu yrði yfirvegaðri og spilaði meira eins og hann gerir með danska landsliðinu. United keypti Dorgu frá Lecce fyrir um ári síðan.

Athugasemdir
banner