Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. ágúst 2020 08:45
Magnús Már Einarsson
Pedro Hipolito tekur við Næstved (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pedro Hipolito, fyrrum þjálfari Fram og ÍBV, hefur verið ráðinn þjálfari Næstved í dönsku C-deildinni.

Næstved féll úr dönsku B-deildinni í sumar og stefnir á að fara beint aftur upp.

Hinn 41 árs gamli Pedro er frá Portúgal en hann hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá ÍBV í fyrrasumar eftir erfitt gengi.

Pedro hafði áður stýrt Fram í eitt og hálft tímabil en hann tók við liðinu um mitt tímabil 2017.

„Skipulagið á Íslandi og í Danmörku minnir mikið áhvort annað svo ég á eftir að vera fljótur að komast inn í danska fótboltamenningu og kynnast stuðningsmönnum, styrktaraðilum, starfsmönnum, leikmönnum og sjálfboðaliðum félagsins þannig að við getum komið því aftur þar sem það á heima, efst í dönskum fótbolta," sagði Pedro eftir ráðninguna.
Athugasemdir
banner
banner
banner