þri 04. ágúst 2020 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Pulisic: Werner er hættulegur leikmaður
Bandaríski landsliðsmaðurinn Christian Pulisic er spenntur fyrir því að spila með Timo Werner hjá Chelsea.

Chelsea keypti Werner frá RB Leipzig í júni á 47,5 milljónir punda en hann hefur verið einn heitasti framherji þýsku deildarinnar síðustu ár og því mikill fengur fyrir enska liðið.

Félagið keypti Christian Pulisic frá Borussia Dortmund á síðasta ári en Pulisic talar afar vel um Werner og getur hann varla beðið eftir að spila með honum.

„Hann er mjög svo hættulegur leikmaður. Hann er með mjög svipaða eiginleika og við hinir sóknarmennirnir erum með. Hann er augljóslega mjög snöggur og mjög öflugur fyrir framan markið," sagði Pulisic.

„Hann virðist vera mjög hógvær. Hann vill koma inn í liðið og vinna fyrir sæti sínu. Það hefur verið frábær reynsla að spila gegn honum og nú er gott að hafa hann í liðinu. Ég er spenntur fyrir því að spila með honum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner