Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   sun 04. ágúst 2024 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Staðráðinn í að sanna sig hjá Chelsea - „Frábært félag"
Mynd: Chelsea

Marc Guiu gekk til liðs við Chelsea frá Barcelona í sumar en hann segir að skiptin hafi ekki verið peningana vegna.


Guiu er 18 ára gamall framherji en hann segist ekki vilja fara frá Chelsea á láni. Hann segist tilbúinn að sanna sig í úrvalsdeildinni.

Chelsea borgaði 5 milljón punda sem var riftunarákvæði í samningi hans en hann hafnaði nýjum samningi hjá Barcelona.

„Þetta var ekki út af vandamálum með samninginn minn. Mig hefur dreymt um að spila í úrvalsdeildinni og Chelsea er frábært félag með mikla sögu," sagði Guiu.

„Þetta var erfið ákvörðun en þetta var frábært tækifæri svo ég varð að nýta það."


Athugasemdir
banner
banner
banner