Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   sun 04. ágúst 2024 14:30
Sölvi Haraldsson
Tveir leikmenn tilkynntir hjá West Ham á næstunni
Rodriguez í leik með CF America um árið.
Rodriguez í leik með CF America um árið.
Mynd: Getty Images

Niclas Fullkrug og Guido Rodriguez fara í læknisskoðun í dag hjá West Ham United. Þeir áttu víst að fara í læknisskoðun í gær en það er sagt að það hafi verið ferðavesen á þeim sem tafði læknisskoðunina.


Búist er við því að þeir verði tilkynntir sem nýjir leikmenn félagsins innan við tvo sólahringa. Fólk er búið að vita af þessum kaupum í nokkra daga núna undanfarið.

Niclas Fullkrug kemur til West Ham frá Dortmund þar sem hann var í lykilhlutverki í fyrra. Sahin, nýr stjóri Dortmund, sagði í viðtali í sumar að hann vildi alls ekki missa Fullkrug þrátt fyrir að hafa keypt Serhou Guirassy frá Stuttgart eftir seinasta tímabil.

Þýski framherjinn fer frá Dortmund til Hamranna á tæpar 27 milljónir punda. Hann kom inn á í tveimur leikjum með þýska landsliðinu á evrópumótinu í sumar í Þýskalandi.

Rodriguez kemur á frjálsri sölu til West Ham. Rodriguez er djúpur miðjumaður en hann lék með Realk Betis í fyrra og kemur frá Argentínu.


Athugasemdir
banner
banner