Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   mið 04. september 2024 15:19
Elvar Geir Magnússon
Eiginkona Heimis vekur líka áhuga írskra fjölmiðla
Íris og Heimir á kvennalandsleik á Írlandi.
Íris og Heimir á kvennalandsleik á Írlandi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Irish Mirror
Það er uppselt á leik Írlands og Englands í Þjóðadeildinni sem fram fer á laugardag en það verður fyrsti leikur Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Írlands.

Írskir fjölmiðlar beina svo sannarlega kastljósinu að Heimi og er mikið fjallað um hann, bakgrunn hans og áherslur í nýja starfinu. Það kom Írum mjög á óvart þegar hann var ráðinn í starfið. Heimir ætlar að efla varnarleik Írlands og gera liðið erfiðara viðureignar.

Hann ku hafa haldið fjóra ítarlega fundi með leikmönnum sínum nú þegar í þessum landsliðsglugga þar sem hann hann fer yfir sína hugmyndafræði í starfi.

Íris Sæmundsdóttir, eiginkona Heimis, fær einnig nokkra athygli í írskum miðlum en þau hjónin hafa mætt saman á marga leiki á Írlandi eftir að Heimir var ráðinn í starfið. Fjölmiðlar á Bretlandseyjum og Írlandi eru þekktir fyrir að hafa mikinn áhuga á einkalífi og mökum fótboltamanna.

Irish Mirror fjallar um Írisi og að þau hjónin hafi saman farið í frí til Annecy, þar sem Ísland var með bækistöðvar á EM 2016, og þá til að njóta alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.

„Ég les mikið. Við förum í gönguferðir. Ég á einstaklega orkumikla konu. Hún er leiðsögumaður í ævintýraferðum ferðamanna. Ég er miklu latari en hún!" sagði Heimir þegar hann var spurður að því hvað hann gerði í frítímanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta.
Athugasemdir
banner