Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   mið 03. september 2025 00:00
Kári Snorrason
Daníel Leó lagði upp á Kristal Mána og er í liði umferðarinnar
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn og miðvörður Sönderjyske, Daníel Leó Grétarsson, var valinn í lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni.

Daníel lék 72 mínútur í 2-0 útisigri Sönderjyske á Silkeborg og lagði upp á Kristal Mána Ingason, sem skoraði fyrra mark liðsins.

Sönderjyske er í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö leiki, en liðið hafnaði í níunda sæti á síðasta tímabili.

Daníel er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli á föstudag og heldur svo til Frakklands í öðrum leik Íslands í undankeppni HM 2026.


Athugasemdir
banner