Aston Villa hefur fengið Jadon Sancho á láni frá Man Utd út tímabilið.
Aston Villa borgar óuppgefna upphæð til Man Utd og borgar 80 prósent af laununum hans samkvæmt heimildum Sky Sports.
Aston Villa borgar óuppgefna upphæð til Man Utd og borgar 80 prósent af laununum hans samkvæmt heimildum Sky Sports.
Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Man Utd en félagið á möguleika á að framlengja hann um eitt ár til viðbótar.
Sancho var á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð þar sem hann kom við sögu í 41 leik og skoraði fimm mörk.
Aston Villa is delighted to announce the signing of Jadon Sancho from Manchester United.
— Aston Villa (@AVFCOfficial) September 1, 2025
The England international joins Villa on a season-long loan.
Athugasemdir