Jamie Vardy er genginn til liðs við ítalska liðið Cremonese. Hann gerir eins árs samning en samningurinn verður framlengdur ef liðið heldur sér uppi í Seriu A.
Ferill Vardy hefur verið alveg lygilegur en hann gekk til liðs við Leicester frá utandeildarliði Fleetwood Town árið 2012, þá 25 ára gamall.
Leicester varð Englandsmeistari árið 2016 en það eru sennillega óvæntasta niðurstaða í sögu deildarinnar. Hann lék 500 leiki fyrir liðið og skoraði 200 mörk.
Hann er nú mættur til Ítalíu en Cremonese er nýliði í efstu deild en fer virkilega vel af stað. Liðið hefur unnið báða leiki sína til þessa.
Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
?? Deal done! ??????#TuttaUnAltraMusica #SeiGrAndeSolamenteTu #Cremonese #Cremona #SerieAEnilive #JamieVardy #Vardy pic.twitter.com/cn7B1cyO5w
— U.S. Cremonese (@USCremonese) September 1, 2025
Athugasemdir