Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 12:37
Kári Snorrason
Grimsby sektað fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni gegn United
Félagið spilaði ólöglegum leikmanni gegn Man Utd.
Félagið spilaði ólöglegum leikmanni gegn Man Utd.
Mynd: Grimsby Town
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Grimsby Town fyrir að spila ólöglegum leikmanni í fræknum bikarsigri gegn Manchester United á dögunum.

Grimsby skipti miðjumanninum Clarke Odour inn á um miðbik síðari hálfleiks, en liðið fékk Odour að láni frá Bradford aðeins degi áður.

Þá kom síðar í ljós að Odour hafði verið skráður einni mínútu og 59 sekúndum eftir að skráningarfresturinn rann út fyrir leikinn.

Í tilkynningu Grimsby segir að skráningin hafi borist til knattspyrnusambandsins einni mínútu eftir að frestur rann út og félagið áttaði sig ekki strax á vandanum vegna tölvuvandamála.

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að félagið sjálft hefði tilkynnt um brotið.

Þá hefur félagið þegar verið sektað um 10 þúsund pund og þarf að greiða önnur tíu þúsund pund ef það brýtur aftur af sér. Brotið hefur engin frekari áhrif á framgöngu Grimsby Town í deildarbikarnum.

Odour var eini leikmaður Grimsby sem klúðraði vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni, sem Grimsby sigraði 12-11.
Athugasemdir
banner
banner