Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Guehi mjög ósáttur og íhugar að afsala sér fyrirliðabandinu
Guehi er verulega ósáttur við að hafa ekki fengið skiptin til Liverpool.
Guehi er verulega ósáttur við að hafa ekki fengið skiptin til Liverpool.
Mynd: EPA
Marc Guehi er verulega óánægður með þá ákvörðun Crystal Palace að koma í veg fyrir að hann yrði seldur til Liverpool fyrir 35 milljónir punda.

Guardian fjallar um málið og segir að Palace hafi ákveðið að selja Guehi ekki eftir að stjórinn Oliver Glasner hótaði að segja upp ef varnarmaðurinn yrði seldur.

Guehi hafi gengist undir fyrsta hluta læknisskoðunar á Anfield og pappírar voru klárir en Steve Parish stjórnarformaður skipti síðan um skoðun á síðustu stundu og hætti við að selja leikmanninn.

Guehi var mjög svekktur með þessa niðurstöðu og er sagður íhuga stöðu sína sem fyrirliði. Hann gæti jafnvel afsalað sér fyrirliðahlutverkinu.

Liverpool gæti reynt aftur við Guehi í janúar en þá má hann ræða við félög erlendis. Barcelona, Bayern München og Juventus hafa áhuga á honum.
Athugasemdir
banner