Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim ekki sáttur þegar Onana bað um launahækkun
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: EPA
The Athletic segir frá því að Andre Onana, markvörður Manchester United, hafi beðið félagið um nýjan samning í sumar eftir að laun hans lækkuðu um 25 prósent í kjölfarið á því að United komst ekki í Meistaradeildina á síðasta leiktíð.

Onana er á þeirri skoðun að laun hans eigi að vera hærri og bað félagið um nýjan samning í sumar.

Þetta féll ekki vel í kramið hjá Rúben Amorim, stjóra Man Utd. Onana var hrikalega lélegur á síðasta tímabili og gerði oft á tíðum slæm mistök.

Í byrjun þessa tímabils hefur Altay Bayindir varið mark United en félagið keypti Belgann Senne Lammens á gluggadeginum í gær. Onana fékk að spila gegn Grimsby í deildabikarnum en var allt annað en sannfærandi í þeim leik.

United skellti 30 milljón punda verðmiða á Onana í sumar en ekkert félag beit á agnið.
Athugasemdir
banner