Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Loftus-Cheek kallaður í landsliðið vegna meiðsla Wharton
Loftus-Cheek fagnar.
Loftus-Cheek fagnar.
Mynd: EPA
Ruben Loftus-Cheek, miðjumaður AC Milan, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Andorra og Serbíu í undankeppni HM.

Það eru sjö ár síðan þessi 29 ára leikmaður spilaði síðast landsleik en hann á tíu landsleiki að baki.

Thomas Tuchel landsliðsþjálfari Englands þekkir Loftus-Cheek vel en þeir voru saman hjá Chelsea.

Loftus-Cheek kemur inn í hópinn í stað Adam Wharton, miðjumanns Crystal Palace, sem meiddist á nára í 3-0 sigri Palace gegn Aston Villa. Óstaðfestar fregnir herma að hann gæti verið frá í tvo mánuði.

England tekur á móti Andorra þann 6. september og heimsækir svo Serbíu þremur dögum síðar.
Athugasemdir